Haraldur Björnsson

ID: 18905
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1883
Dánarár : 1934

Haraldur Björnsson fæddist árið 1883 í N. Dakota. Dáinn 1934 í Elfros í Vatnabyggð.

Maki:1903 í Minnesota Elín Guðvaldsdóttir f. í N. Múlasýslu 7. september, 1885.

Börn: 1. Anna f. 14. september, 1904 2. Hróðný f. 23. október, 1907.

Foreldrar Haraldar, Björn Einarsson og Jóhanna Jóhannesdóttir fluttu til Nýja Íslands árið 1876 og voru þar til ársins 1880. Elín flutti vestur árið 1888 með foreldrum sínum, Guðvaldi Jónssyni og Kristínu Þorgrímsdóttur og systkinum. Þau settust að í N. Dakota, fóru þaðan austur til Roseau í Minnesota árið 1899. Foreldrar Haraldar, fluttu austur til Roseau um aldamót þar sem Haraldur og Elín gengu í hjónaband. Fluttu þaðan í Vatnabyggð í Saskatchewan.