Jóhanna K Pétursdóttir

ID: 18912
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1892
Dánarár : 1975

Jóhanna Kristín Pétursdóttir fæddist í Lincoln sýslu í Minnesota 20. júní, 1892. Dáin 15. janúar, 1975 í Ivanhoe í Minnesota. Hannah Christine Gudmundson vestra.

Maki: Alfreð Sigurjónsson f. c1882 í Marshall í Minnesota, d. 11. júlí, 1966 í Lincoln sýslu. Alfred Swanson vestra.

Börn: 1. Alfred Raymond f. 1918 2. Carrol Pétur f. 2. febrúar, 1920 3. Leslie James f. 5. nóvember, 1924 4. Kenneth Lee f. 2. febrúar, 1931.

Faðir Jóhönnu, Pétur Guðmundsson flutti vestur til Minnesota árið 1878 með móður sinni Ingibjörgu Þorkelsdóttur. Móðir Jóhönnu var Guðrún Þóra Pálsdóttir.  Foreldrar Alfreðs, Sigurjón Svanlaugsson og Elísabet Guðmundsdóttir fluttu vestur til Kanada árið 1875 og settust að í Marklandi í Nova Scotia. Þar hét Sólheimar. Fluttu þaðan um 1880 til Minnesota og bjuggu í Marshall í Lyon sýslu. Jóhanna og Alfreð bjuggu í Lincoln sýslu.