Finnbogi Björnsson

ID: 1454
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla
Dánarár : 1939

Finnbogi Björnsson fæddist í Rangárvallasýslu 14. febrúar, 1855. Dáinn í Spanish Fork 20. apríl, 1939. Tim Bearnson í Utah:

Maki: 1) Margrét Árnadóttir f. 25. janúar, 1849, d. 24. apríl, 1918 2) Málhildur Bergsteinsdóttir f. 24. júlí, 1838, d. 24. apríl, 1918 3) Oddbjörg Kolbeinsdóttir f. 18. nóvember, 1843, d.  25. september, 1932 4) Þórunn Gísladóttir f. 22. júní, 1848. Heimild í Utah segir hann hafa kvænst þessum konum, það er misskilningur því þær allar voru barnsmæður hans. Sjá að neðan. 5) 1. maí, 1885 Josephine Marie Christine Jensen (Mary) ekkja í Spanish Fork, d. 1925.

Börn: Með Margréti 1. Jórunn f. 1878, d. 1951. Með Málhildi 1. Þorsteinn f. 1880, d. 1966. Með Oddbjörgu Finnbogi f. 1881, d. 1968. Með Þórunni 1. Ágústa María f. 1883, d. 1921. Með Mary 1. Björn f. 2. apríl, 1886 lést sama dag 2. William Finnbogi f. 3. desember, 1888, d. 6. janúar, 1944 3. Catherine Vigdís f. 30. júlí, 1891, d. 8. september, 1979 4. Elenor Sophia f. 16. september, 1894 5. Elmer Christian f. 16. september, 1894 6. Harriet Gróa f. 6. febrúar, 1897 7. John Young f. 22. febrúar, 1899.

Finnbogi var skírður í söfnuð Mormóna á Íslandi af trúboðanum Pétri Valgarðssyni 28. júní, 1883 og var samferða honum vestur til Spanish Fork í Utah 14. júlí, 1883. Þar bjó hann fyrst um sinn hjá Vigdísi, frænku sinni, Björnsdóttur, systur föður hans en hún fór vestur þangað árið 1857. Líkt og flestir landar hans í Spanish Fork fékk Finnbogi fyrst vinnu hjá bændum í nágrenni bæjarins og eins við járnbraut. Hann stundaði líka námugröft.