Þórdís Snorradóttir fæddist í Gullbringusýslu 24. ágúst, 1874. Dáin í Minneota í Minnesota 27. febrúar, 1900.
Maki: 29. nóvember, 1895 Jóhann Arngrímur Vigfússon f. í N. Múlasýslu 5. apríl, 1862. Dáinn í Minneota í Minnesota 8. júlí, 1950. Josefson vestra.
Barnlaus.
Þórdís var dóttir Snorra Jónssonar úr Papey og Kristbjargar Helgadóttur. Hún bjó hjá móður sinni í Reykjavík árið 1880 en virðist hafa flust vestur fyrir 1890. Jóhann flutti vestur árið 1878 með frænda sínum og fóstra, Jósef Jósefssyni og bjó hjá honum í Minnesota þótt foreldrar hans, Vigfús Jósefsson og Sigurborg Hjálmarsdóttir færu vestur þangað sama ár. Bjó Vigfús í Limestone hreppi en Jósef nam land í Westerheim hreppi. Jóhann varð dugandi bóndi, efnaðist vel og sinnti samfélaginu á ýmsa vegu.
