Sigurbjörg Árnadóttir fæddist 1885 í Minnesota. Dáin í Minneota árið 1969. Bertha vestra.
Maki: 16. júní, 1913 Árni Árnason f. í N. Múlasýslu 7. maí, 1883, d. í Lyon sýslu 10. september, 1935. Arni (Ernest) Magnusson vestra.
Börn: Josephine Sigurbjörg f. 22. maí, 1914 2. Árni Ellsworth f. 26. júní, 1910 3. Margaret Sigríður f. 8. janúar, 1919 4. Phyllis f. 1922 5. Elizabeth f. 1924 6. Dorothy f. 1926.
Árni flutti vestur til Minnesota árið 1889 með foreldrum sínum, Árna Magnússyni og Sigurbjörgu Árnadóttur. Sigurbjörg var dóttir Árna Sigvalda Jónssonar sem vestur fór með föður sínum, Jóni Jónssyni frá Hraunfelli í Vopnafirði árið 1880 og Sigríðar Vigfúsdóttur sem fór vestur 1878 með foreldrum sínum, Vigfúsi Jóefssyni og Sigurborgu Hjálmarsdóttur á Leifsstöðum í Vopnafirði. Árni og Sigurbjörg bjuggu í Minneota í Minnesota.
