Jón Arngrímsson

ID: 18881
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1876
Dánarár : 1950

Jón Arngrímsson fæddist 3. nóvember, 1876 í Lincoln sýslu í Minnesota. Dáinn 19. júní, 1950. John A. Johnson vestra.

Maki: 28. nóvember, 1902 Björg Stefánsdóttir f. 29. mars, 1875 í N. Múlasýslu, d. í Minnesota 10. febrúar, 1950.

Börn: 1. María Cecelia f. 23. mars, 1904 2. Jóhanna (Joan) f. 8. mars, 1905 3. John Willard f. 12. maí, 1906 4. Ragnhildur f. 11. maí, 1908 5. Þórdís Anna f. 10. desember, 1909 6. Haraldur f. 1910 7. Doris Petrína f. 27. október, 1912 8. Elaine Marvel f. 5. apríl, 1916.

Jón var sonur Arngríms Jónssonar og Jóhönnu Jónsdóttur sem vestur fóru árið 1876. Þau fóru frá Kanada suður til Wisconsin og þaðan vestur í Lincoln sýslu í Minnesota og þar fæddist Jón, fyrsta, íslenska barnið fætt í Minnesota.  Björg flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893 með bróður sínum, Guðmundi. Þau fóru til Minnesota þar sem bjuggu skyldmenni, meðal þeirra var Gunnlaugur Pétursson frá Hákonarstöðum, fyrsti, íslenski landnámsmaðurinn í Minnesota.  Jón og Björg bjuggu fyrst í Lincoln sýslu en árið 1918 settust þau að á landi suður af Minneota í Lyon sýslu.