ID: 18819
Fæðingarár : 1898
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1987
Ragnar Hjálmarsson fæddist í Laxárdal í S. Þingeyjarsýslu 28. september, 1898. Dáinn í Reykjavík, 24. desember, 1987. Ragnar H Ragnar vestra.
Maki: 21. júlí, 1945 Sigríður Jónsdóttir f. í Mývatnssveit í S. Þingeyjarsýslu.
Börn: 1. Hjálmar 2. Anna Áslaug 3. Sigríður.
Ragnar flutti vestur til Winnipeg árið 1920 og nam þar píanóleik. Hann starfaði vestra við tónlist og gekk í her Bandaríkjanna í Síðari heimstyrjöld. Var sendur til Íslands árið 1942 og bjó í Reykjavík til ársins 1945. Þar var þá starfandi kór brottfluttra Þingeyinga og meðal þeirra var Sigríður Jónsdóttir frá Gautlöndum. Þegar vestur kom settust þau að í Garðar í N. Dakota.
