Ragnar H. Ragnar

Vesturfarar

Ragnar Hjálmarsson fæddist í Laxárdal í S. Þingeyjarsýslu og svo var einnig um Unni Benediktsdóttur sem fæddist þar á Auðnum og er betur þekkt sem Hulda skáldkona. Þegar Ragnar H. Ragnar samdi lag við eitt ljóða hennar sendi hún honum eftirfarandi kveðju:

Ég þakka sumarsönginn þinn,
er sendir þú um gluggann minn.
Hann var mér sönnun sólskinsdags
og sætur ilmur kveðins brags.
Hann lyfti fenntu ljóði á flug,
Það leið sem blær á ný um hug
og gaf mér aftur óskastund
við anganreyr og birkilund,
við árdagsfrið og æskutryggð
í Íslands kæru dalabyggð
Svo geymi saman ljóð og lag
hið ljúfa vor og floginn dag.