ID: 18817
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1884
Dánarár : 1976

Þóra Rósa Dalmann Mynd Einkasafn
Þóra Rós Guðmundsdóttir fæddist í Minneota í Minnesota 1. janúar, 1884. Dáin í Spokane í Washington 1976. Thora Rose Dalmann vestra.
Maki: Roy Clifford Donehower, d. 27. febrúar, 1947.
Börn: 1. Marian Estelle f. 19. júní, 1916.
Þóra var dóttir Guðmundar Grímssonar og Sigurveigar Jónatansdóttur í Minneota í Minnesota. Guðmundur tók nafnið Dalmann í Minnesota. Þóra og fjölskylda hennar bjó í Montevideo í Minnesota, seinna í Minneapolis þar sem Þóra var ötull meðlimur í Kvenfélaginu Hekla, var formaður félagsins um skeið. Maður hennar starfaði hjá járnbrautarfélagi.
