John L Jónsson

ID: 18811
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1881
Dánarár : 1965

Jón Lárus Jónsson fæddist 9. maí, 1881 í Lincoln sýslu í Minnesota. Dáinn 25. október, 1965. John Larus (Lawrence) Johnson vestra.

Ókvæntur og barnlaus.

Jón Lárus ólst upp hjá foreldrum sínum, Jóni Jónssyni og Önnu Kristínu Jónsdóttur í Yellow Medicine sýslu í Minnesota. Föðurforeldrar Jóns Lárusar voru Jón Kristjánsson og Guðríður Jónsdóttir en Jón Magnússon og Solveig Jónsdóttir eignuðust Önnu Kristínu í N. Múlasýslu. Jón Lárus gerðist bóndi og skráður einhleypur í föðurhúsum í manntali 1910 og 1920. Árið 1930 er hann sagður ekkill og hjá honum búi móðir hans. Dánarvottorð segir hann aldrei hafa kvænst.