ID: 18859
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1879
Dánarár : 1939
Sigurður Níels Eiríksson fæddist í Minneota í Minnesota 30. september, 1879. Dáinn 11. september, 1939 í Kanada. Sigurdur N Johnson vestra.
Maki: Isabel Crispo
Börn: 1. Vilborg Sheila, ættleidd.
Sigurður fæddist í íslensku byggðinni í Minnesota og bjó þar með foreldrum sínum, Eiríki Jónssyni og Vilborgu Stefánsdóttur. Hann flutti með þeim norður í Arborg í Manitoba árið 1901 þar sem hann vann við hvað sem gafst en réðst svo til C. N. R járnbrautafélagsins kanadíska og var vélamaður. Í einni ferðinni um kanadísku sléttuna beið hann bana í járnbrautarslysi.
