ID: 19031
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1895
Emily Jónsdóttir fæddist 20. maí, 1895 í Argylebyggð. Landy vestra.
Maki: Jón Árnason f. 15. maí, 1889 í Lincolnbyggð í Minnesota. Alltaf John Sigvaldason vestra.
Börn: 1. Grace Emily 2. Jón Elwyn 3. Bernice Eileen
Jón var sonur Árna Sigvaldasonar og konu hans Guðrúnu Aradóttur landnema í Loncolnbyggð í Minnesota. Þar ólst Jón upp, gekk menntaveginn og kenndi eitt ár í Minnesota áður en hann flutti til Glenboro árið 1917. Emily var dóttir Jóns Jónassonar frá Axarfirði og Sigríðar Magnúsdóttur úr Borgarfirði, landnema í Argylebyggð. Jón keypti land austur af Glenboro og lagði fyrir sig búskap. Þau fluttu til Longmont í Colorado í Bandaríkjunum þar sem Frank, bróðir Jóns rak umfangsmikla olíuverslun.
