Steinvör J Sigurðardóttir

ID: 19040
Fæðingarár : 1877
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1938

Steinvör Jóhanna Sigurðardóttir fæddist í Húnavatnssýslu 7. október, 1877. Dáin í Saskatchewan árið 1938.

Maki: Þorlákur Kristjánsson Schram f. 8. desember, 1853 í Borgarfjarðarsýslu. Dáinn 3. nóvember, 1931 í Wynyard, Saskatchewan.

Börn:  1. Sigurborg f. 1897 2. Sigvaldi f. 28. mars, 1901 3. Guðni f. 10. apríl, 1903 4. Ragnar f. 10. ágúst 1905 5. Ingibjörg f. 10. maí, 1908 6. Kristján f. 20. júní, 1911 7. Ingimar Júlíus f. 23. júlí, 1914 8. Ásgeir Gestur f. 21. janúar, 1917, d. 8. nóvember, 1917 9. Gróa Jónína f. 21. janúar, 1917, d. 6. maí, 1918.

Steinvör var dóttir Sigurðar Guðmundssonar og Ingveldar Jósefsdóttur landnema í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi árið 1883. Þorlákur flutti vestur árið 1889 og settist að í Fljótsbyggð. Þorlákur flutti seinna í Framnesbyggð og þaðan til Wynyard í Saskatchewan.