Björg Jósefsdóttir fæddist 16. desember, 1886 í Minnesota. Bertha Asbjornson vestra.
Maki: Stefán Emil fæddist í S. Múlasýslu 1. mars, 1883.
Börn: 1. Durward Joseph f. 3. ágúst, 1906 2. William Evrett f. 27. maí, 1908.
Björg var dóttir Jósefs Ásbjörnssonar og Ólafíu Steinunnar Valdimarsdóttur sem vestur fluttu árið 1879. Stefán var sonur Fritz Wilhelm Zeuthen læknis og konu hans Thora Emelie Rasmussen, bæði dönsk. Bróðir Stefáns flutti vestur til Minnesota árið 1886 og þangað fór Stefán, sennilega rétt eftir aldamótin. Í manntali í Minnesota árið 1905 er hann skráður einsamall til heimilis í Minneota og var trésmiður. Þegar Jósef og Ólafía ákváðu að flytja frá Minnesota vestur til Montana fóru Stefán og Björg með þeim og voru skráð í Fergus í Montana árið 1918. Árið 1930 eru þau svo vestur í Portland í Oregon.
