Einar Einarsson

ID: 1527
Fæðingarár : 1859
Fæðingarstaður : V. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1937

Einar Einarsson fæddist í V. Skaftafellssýslu 2. mars, 1859. Dáinn í N. Dakota 26. maí, 1937. Mýrdal vestra.

Maki: 1884 Anna Sveinsdóttir f. 20. ágúst, 1848 í S. Múlasýslu, d. 8. júlí, 1936.

Börn: 1. Sveinn Kjartan f. 5. september, 1885 2. Björn K. f. 30. janúar, 1889 3. Valdimar Árni f. 16. apríl, 1891.

Einar flutti vestur í Markland í Nova Scotia árið 1878 og dvaldi þar til ársins 1882. Þá keypti hann land í Garðarbyggð í N. Dakota. Anna fór vestur í Markland með foreldrum sínum Sveini Árnasyni og Ingibjörgu Björnsdóttur sama ár og Einar.