Margrét Guðmundsdóttir fæddist í Dalasýslu 9. febrúar, 1859. Dáin 19. ágúst, 1916 í Duluth
Maki: Kristinn Gunnarsson fæddist 17. júlí, 1858 í Borgarfjarðarsýslu, d. 18. maí, 1949 í Duluth í Minnesota.
Börn: 1. Kristín f. 1887, d. 1918 2. Hjálmar f. 1889 3. Björn (Byron) Guðbrandur f. 13. júlí, 1891 4. Leon Einar f. 17. ágúst, 1893.
Þau fluttu vestur til Ameríku árið 1887 og settust að í Duluth fyrir 1881 því manntal í Minnesota árið 1895 segir þau hafa verið búsett í borginni í sex ár. Þorleifur, bróðir Margrétar flutti vestur hugsanlega eitthvað fyrr en hann bjó í Duluth og kann það að hafa ráðið ákvörðun Kristins og Margrétar um að fara þangað. Fljótlega opnaði Kristinn mjólkurbú og er titlaður kaupmaður í Duluth í manntali árið 1910. Skráður Chris Gunderson. Árið 1930 býr hann hjá Birni, syni sínum.
