
Níu börn Ingibjargar Sigfúsdóttur. Mynd Well Connected
Ingibjörg Sigfúsdóttir fæddist á Akureyri í Eyjafjarðarsýslu 29. apríl, 1876. Dáin í Chicago Heights, Illinois 16. desember, 1935. Emma Goodman vestra.
Maki: Samuel H. Koffski f. í Kanada árið 1876, faðir hans pólkur en móðirin af enskum ættum. Dáinn 3. nóvember, 1929.
Börn: 1. Arthur f. 1894 2. Leonard Clayton f. 24. júní, 1897 3. Leonore Marvel f. 12. maí, 1899 4. Sidney Armand f. 1903 5. John Henry f. 1904 6. William Karl f. 1906 7. Maribell f. 1910 8. Samuel Hermann f. 19. apríl, 1912 9. Margaret Dorothy f. 1915, d. 1935 10. James Andrew f. 1916.
Ingibjörg var dóttir Sigfúsar Guðmundssonar og Guðrúnar Árnadóttur. Heimild vestra segir að Ingibjörg hafi komið til Bandaríkjanna árið 1891 en hvaðan er látið ósagt. Fór hún fyrst til Kanada og þaðan svo suður til N. Dakota? Þar kynntist hún manni sínum og árið 1900 búa þau í Milton í Cavalier sýslu í N. Dakota og árið 1920 annaðist hún veitingarekstur hótels, sem maður hennar rak í Montrose, ND. Þau búa enn saman í Milton í manntali 1925 en 1930 er Ingibjörg búsett hjá William Karli, syni sínum í Chicago.
