Jóhann Jónsson

ID: 19174
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1963

Jóhann Jónsson fæddist í Húnavatnssýslu 23. október, 1873. Dáinn í Vancouver 20. desember, 1963.

Maki: Ingibjörg Jónsdóttir f. 1866 í Skagafjarðarsýslu.

Börn: 1. Jón f. 1898, d. sama ár 2. Francis f. 24. mars, 1899 3. Daníel f. 22. ágúst, 1900 4. John Wesley f. 16. nóvember, 1901 5. Rakel Evangelia f. 17. september, 1903 6. Rolans Hill f. 14. janúar, 1906 7. Esaias Tager f. 1. nóvember, 1909. Ennfremur ónefnd stúlka f. 1908.

Jóhann er sagður sonur Jóns Kristjánssonar og konu hans, Guðrúnar Rósu Skúladóttur. Ingibjörg var dóttir Önnu Jósefsdóttur og Jóns Jónssonar í Auðkúlu. Þau fluttu vestur á síðasta áratug 19. aldar og settust að í Duluth í Minnesota. Þar bjuggu þau til ársins 1905 og er skráð landnemar í Vatnabyggð í Saskatchewan, nálægt Mozart í manntali árið 1906. Jóhann flutti vestur að Kyrrahafi, trúlega ekkill og bjó í Vancouver.