ID: 19211
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1891
Fæðingarstaður : Hnausabyggð
Dánarár : 1956
Kristbjörg Sigurgeirsdóttir fæddist 28. febrúar, 1891 í Hnaysabyggð í Nýja Íslandi. Dáin 20. september, 1956 í Nýja Íslandi.
Maki: March 30, 1917 Árni Brandsson f. 21.júlí, 1890 í Patreksfirði í Barðastrandarsýslu, d. 28. mars, 1960 í Manitoba.
Börn: 1. Sigga f. 8.janúar, 1918 2. Margaret f. 6. nóvember, 1919
Kristbjörg var fædd í Hnausabyggð, dóttir hjónanna Sigurgeirs Einarssonar og Guðbjargar Björnsdóttur. Árni flutti vestur árið 1910 og bjó fyrst í Winnipeg. Þaðan lá leiðin í Hnausabyggð þar sem þau bjuggu alla tíð. Þar hét Mýrar.
