ID: 19235
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : Wisconsin
Páll Gíslason fæddist í Shawano sýslu í Wisconsin 1879. Paul Dalman vestra.
Maki: Engilráð Jónsdóttir f. 1886 í Skagafjarðarsýslu.
Börn: 1. Paul f. 1906 2. Margaret f. 1909 3. Alma f. 1914.
Páll var sonur Gísla Jónssonar og Karólínu Jónsdóttur sem vestur fluttu árið 1873 og settust að í Wisconsin. Þau voru landnámsmenn í nýlendu séra Páls Þorlákssonar í Shawano sýslu árið 1876 en fluttu þaðan til N. Dakota árið 1880. Leiðin lá þaðan til Winnipeg og þar bjó Páll alla tíð. Árið 1916 bjuggu þau á 854 Banning St. í Winnipeg og bjó þá Karólína, móðir Páls hjá þeim. Þar voru einnig búsettir foreldrar Engilráðar, þau Jón Markússon og Margrét Jóhannsdóttir.
