Magnús Gíslason

ID: 19236
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1883
Fæðingarstaður : Garðarbyggð

Magnús Valdemar Gíslason fæddist í Garðarbyggð 25. október, 1883. Dáinn í Winnipeg 3. júní, 1952. Magnus Valdimar (Walter) Dalman vestra.

Maki: Dagbjört Lilja Gunnlaugsdóttir f. 17. febrúar, 1896 í Winnipeg, d. 14. desember, 1981 í Vancouver.

Barnlaus.

Magnús var sonur Gísla Jónssonar og Karólínu Jónsdóttur sem vestur fluttu til Bandaríkjanna árið 1873. Voru fyrst í Wisconsin en fluttu þaðan árið 1880 í Garðarbyggð í N. Dakota þar sem Magnús fæddist. Hann fór svo með þeim til Winnipeg þar sem hann bjó lengst. Dagbjört fæddist og ólst upp í Winnipeg, dóttir Gunnlaugs Sölvasonar úr Skagafirði.