Þuríður Sigurbjörnsdóttir

ID: 19241
Fæðingarár : 1877
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1961

Þuríður Sigurbjörnsdóttir  fæddist í Dalasýslu 29. maí, 1877. Dáin 22. apríl, 1961 í Lundar.

Maki: 1908 Stefán Árnason fæddist í S. Þingeyjarsýslu 28. október, 1880, d. árið 1940.

Börn: 1. Sigurbjörn f. 1911, d. 1927 2. Kristjana (Jana) f. 1914 3. Hjörtur Leó f. 10. desember, 1917 4. Guðrún f. 3. desember, 1920

Þuríður flutti vestur til Winnipeg árið 1883 með foreldrum sínum, Sigurbirni Guðmundssyni og Guðrúnu Jóhannesdóttur. Skömmu eftir komuna lést móðir hennar og gekk Gróa Magnúsdóttir, seinni kona Sigurbjörns henni í móðurstað.  Stefán flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1903 þar sem hann bjó til ársins 1913. Þá flutti hann í Lundarbyggð og nam land nærri Otto. Með þeim flutti Þóra Jónsdóttir f. 30. nóvember, 1846 en hún fór vestur árið 1892. Bjó hjá þeim alla tíð.