Guðrún Ívarsdóttir

ID: 19242
Fæðingarár : 1901
Fæðingarstaður : Winnipeg
Dánarár : 1962

Guðrún Ívarsdóttir fæddist í Winnipeg árið 1901. Dáin í Manitoba árið 1962. Gudrun Thordarson vestra.

Maki: Guðmundur Frímann Jónsson d. árið 1978 í Langruth. Freeman Thordarson vestra.

Börn: 1. Thomas 2. Gilmour 3. Trudy 4. John.

Guðrún var dóttir Ívars Jónassonar og Þorbjargar Sigurbjörnsdóttur. Þorbjörg dó mánuði eftir fæðingu og var Guðrún hjá afa sínum, Sigurbirni Guðmundssyni og seinni konu hans, Gróu Magnúsdóttur fram að fermingu. Flutti þá til móðursystur sinnar, Þuríðar sem bjó í Winnipeg. Hún fékk seinna vinnu í Langruth í Manitoba og þar í grenndinni bjó Guðmundur Frímann sem var sonur Jóns Þórðarsonar og Guðfinnu Tómasdóttur á Big Point.