ID: 19271
Fæðingarár : 1887
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1863
Ingibjörg Ívarsdóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu 31. júlí, 1887. Dáin í Minneapolis 28. október, 1963. Inga Reykdal vestra.
Maki: Edwin Vernon Dow f. 2. nóvember, 1885 í Kanada, d. 14. júní, 1969 í Minneapolis.
Barnlaus.
Ingibjörg flutti vestur til Minneapolis í Minnesota á árunum 1915-1917 og bjó þar alla tíð. Hún var dóttir Ívars Sigurðssonar og Rósu Sigurðardóttur í Reykholtsdal. Systir Ingibjargar, Kristbjörg, flutti einnig til Minneapolis um líkt leyti. Báðar voru meðlimir í kvenfélaginu Hekla í borginni alla tíð.
