Aurora Frederickson

ID: 19281
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1877
Fæðingarstaður : Nýja Ísland
Dánarár : 1954

Aurora Frederickson Mynd VÍÆ IV

Aurora Frederickson fæddist 4. september, 1877 á Gimli. Dáin 22. júní, 1954 í Manitoba.

Maki: Tómas Hermann Jónsson fæddist í Héðinshöfða í S. Þingeyjarsýslu 12. febrúar, 1870, d. í Winnipeg 20. maí, 1927. Thomas H Johnson vestra.

Börn: 1. Margaret Ethel f. 12. apríl, 1899. 2. Elswood Brandur f. 26. júní, 1901 3. Cecil Frederick f. 14. ágúst, 1904.

Aurora var dóttir Friðjóns Friðrikssonar frá Melrakkasléttu og konu hans Guðnýju Sigurðardóttur. Tómas fór vestur til Winnipeg árið 1879 með foreldrum sínum, Jóni Björnssyni og Margréti Sigríði  Bjarnadóttur og systkinum. Þau bjuggu fyrst í Nýja Íslandi en fluttu til Winnipeg árið 1881. Tómas gekk menntaveginn, fékk kennararéttindi og varð lögfræðingur. Tók þátt í stjórnmálum í Manitoba, kjörinn á fylkisþing árið 1907 og sat á þingi í 15 ár.