Magnús Halldórsson fæddist árið 1876 á Íslandi.
Maki: Vilhelmína Björg Árnadóttir f. 28. desember, 1874 í N. Múlasýslu
Börn: 1. Guðrún Matthildur f. 29. nóvember, 1900 2. Árni Ólafur f. 27. febrúar, 1902 3. Pálína f. 5. apríl, 1904 4. Sigríður (Sigrid) f. 17. ágúst, 1906, d. 1918 5. Magnús Burke f. 2. júlí, 1908 6. Haraldur (Harold) f. 11. nóvember, 1910 7. Karólína (Caroline) Guðlaug f. 13. júní, 1913 8. Ólöf f. 14. október, 1915.
Heimild vestra segir Magnús kominn til Ameríku árið 1883 en með hverjum er óvitað. Hann er skráður bóndi í McHenry sýslu í N. Dakota á öðrum áratug 20. aldar en 1920 er hann skráður á Mountain með konu og börn. Árið 1930 býr fjölskyldan í Upham þar sem Magnús var hótelstjóri. Seinna bjuggu þau svo í Minneapolis í Minnesota. Vilhelmína kom vestur 1883 með foreldrum sínum, Árna Jónssyni og Matthildi Pálsdóttur sem settust að í Sandhæðabyggð í N. Dakota.
