ID: 1552
Fæðingarár : 1854
Sigurður Pálsson fæddist árið 1854 í V. Skaftafellssýslu. Scheving vestra
Ókvæntur og barnlaus.
Sigurður var sonur Páls Scheving og Sigríðar Sigurðardóttur í Görðum. Hann fór vestur árið 1888 og fór til Victoria á Vancouver-eyju. Þar var fyrir Helgi Þorsteinsson, sveitungi Sigurðar og kona hans Dagbjört. Hann var samferða þeim á Point Roberts tangann sex árum síðar og bjó hja þeim þar eftir það. Þótti góður smiður og vann við það alla tíð.
