ID: 19326
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1884
Fæðingarstaður : Riverton
Dánarár : 1972
Björn Ólafsson fæddist 10. febrúar, 1884 í Riverton í Manitoba. Dáinn á dvalarheimilinu Höfn í Vancouver 13. janúar, 1972.
Maki: 24. apríl, 1909 Þuríður Jóhannesdóttir f. 20. mars, 1885 í Nýja Íslandi, d. 26. mars, 1962.
Börn: upplýsingar vantar.
Björn var sonur Ólafs Oddssonar og Kristbjargar Antoníusardóttur sem bjuggu í Fagraskógi í Nýja Íslandi en foreldrar Þuríðar voru Jóhannes Jónasson og Halla Jónsdóttir sem vestur fluttu árið 1876 og bjuggu að Jaðri í Fljótsbyggð. Björn og Þuríður bjuggu um skeið í Minneapolis í Minnesota en árið 1911 voru þau sest að í Víðirbyggð. Seinna voru þau á ýmsum stöðum í Saskatchewan áður en þau fluttu vestur til Vancouver.
