ID: 19354
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : Ísland
Jón Einarsson fæddist á Íslandi árið 1868.
Maki: Steinvör Sveinsdóttir? f. á Íslandi árið 1856.
Börn: 1. Hallur f. 8. júní, 1886 2. Jón Gísli f. 1890 3. Einar Sigurður f. 14. janúar, 1892 4. Ingiríður f. 1893 5. Eggert H. f. 1895 6. Lilja f. 1897 7. Ólafur f. 1903.
Um uppruna þeirra á Íslandi er fátt skrifað vestra en heimild þar segir Jón hafa fyrst verið í Minnesota þar sem bróðir hans, Sigurður fæddist haustið 1882. Steinvör er sögð hafa komið til Bandaríkjanna árið 1884. Í manntali árið 1900 búa Jón og Steinvör í Beaulieubyggð í N. Dakota og þar eru skráðir til heimils, Sigurður bróðir Jóns svo og Oddur Sveinsson, bróðir Steinvarar.
