Guðný Sumarliðadóttir

ID: 19359
Fæðingarár : 1875
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1942

Jon Vik, Guðný með Láru og Jón. Mynd Well Connected

Guðný Sigríður Sumarliðadóttir fæddist í Húnavatnssýslu 17. júní, 1875. Dáin 14. júní, 1942 í Roseau sýslu í Minnesota. Sarah Vik vestra.

Maki: 1) Erlendur Jónas Jóhannsson, þau skildu  2) Jon Vik f. í Noregi árið 1866, dáinn í Roseau sýslu í Minnesota árið 1928.

Börn: Með Erlendi 1. Þorbjörg f. 1. nóvember, 1894 í Skagafjarðarsýslu. Með Jon Vik: 1. Lára f. 1899 2. Inga (Inghildur) Ósk f. 6. ágúst, 1901 3. Hannesína Margrét f. 1902 4. Sigrún 5. Jón (skrifaði sig Johnson) f. 1905 6. Soffía (Sophia) f. 1909 7. Baldwin William f. 3. júní, 1912.

Guðný var dóttir Sumarliða Guðmundssonar og Önnu Hjálmarsdóttur, systur Bólu Hjálmars. Hún flutti einsömul vestur á árunum 1895-97 og settist að í Roseau sýslu í Minnesota. Bjó þar alla tíð.