Guðný Bjarnadóttir

ID: 19371
Fæðingarár : 1874
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Guðný Bjarnadóttir fæddist í Húnavatnssýslu árið 1874.

Maki: Sigurlaugur A Sigfússon f. árið 1870 í Eyjafjarðarsýslu. S. A. Sigfuson vestra.

Börn: Ingibjörg f. 1896 2. Sigríður f. 1900 3. Vilmundur 4. Sigurður Eggert 5. Bjarni f. 20. september, 1903 6. Lilja Arnfríður 7. Valtýr 8. Halldór.

Guðný flutti vestur til N. Dakota árið 1883 með foreldrum sínum, Bjarna Dagssyni og Sigríði Eggertsdóttur og bjuggu fyrst í Fjallabyggð. Sigurlaugur flutti vestur árið 1876 með foreldrum sínum, Sigfúsi Jónssyni og Ingibjörgu Árnadóttur og systkinum. Þau voru fyrst í Nýja Íslandi en fluttu í Thingvallabyggð í N. Dakota árið 1880. Sigurlaugur og Guðný bjuggu í Thingvallabyggð með dætrum sínum árið 1900 en þaðan fluttu þau í Vatnabyggð í Saskatchewan og bjuggu í Kandahar árið 1904.