Stefán Halldórsson

ID: 1570
Fæðingarár : 1845
Fæðingarstaður : A. Skaftafellssýsla

Stefán Halldórsson: Fæddur árið 1845 í Lónssveit í A. Skaftafellssýslu.

Maki: 1875 Sigríður Sigmundsdóttir f. í A. Skaftafellssýslu árið 1854,  dáin 1927 í Manitoba.

Börn: Fædd á Íslandi 1. Halldór f. 1882 2. Sigurjón f. 1885 3. Vilborg f. 1891.  Dó ung í Vesturheimi. Fædd vestra 4. Sigmundur 5. Steinunn Sigurbjörg 6. Sigurborg 7. Sigríður.

Fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893 og settust að í Ísafoldarbyggð.  Þaðan að Ökrum í Árnesbyggð, næst til Gimli og þaðan til Selkirk. Þar bjuggu þau í 9 ár. Fóru vestur til Merwin í Saskatchewan 1910 og til Winnipegosis 1914.