
Þorsteinn Jónsson Mynd í eigu afkomenda Kristjönu Jónsdóttur frá Mýri.

Áslaug Jónsdóttir Mynd í eigu afkomenda Kristjönu Jónsdóttur frá Mýri.
Þorsteinn Jónsson fæddist árið 1865 í S. Þingeyjarsýslu. Þorsteinn Gauti Jónsson vestra.
Maki: 1906 Áslaug Jónsdóttir f. í S. Þingeyjarsýslu árið 1883, d. 1978.
Börn: 1. Kristjana f. 1906 2. Jórunn f. 1908 3. Ester f. 1910 4. Jón f. 1912 5. Haraldur f. 191915 6. Kristbjörg Margrét f. 1915 7. Málmfríður Nanna f. 1917 8. Kristrún Valgerður f. 1919 9. Edna f. 1921 10. Erla f. 1925.
Þorsteinn fór vestur frá Gautlöndum til Kanada árið 1887 en Áslaug árið 1903 með föður sínum, Jóni Jónssyni frá Mýri. Þorsteinn bjó sunnarlega í Manitoba nærri Rottuá (Rat River) árið 1906 og var eitthvað í Vatnabyggð en þau fluttu þaðan til Winnipeg. Árið 1908 eru þau búsett í Pembina í N. Dakota en 1914 fluttu þau vestur í Vatnabyggð og keypti Þorsteinn land vestur af Wynyard.
