ID: 19421
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla

Hús Hallfríðar og Jóns á 664 Ross Ave. í Winnipeg. Á myndinni eru frændsystkin Hallfríðar frá Mýri þau Hallgrímur, Sigríður og Baldur. Myndin var tekin árið 1911 í eigu afkomenda Kristjönu Jónsdóttur frá Mýri.
Hallfríður Guðrún Jónsdóttir fæddist árið 1863 í Eyjafjarðarsýslu.
Maki: Jóhann Gottfreð Þorgeirsson f. í Eyjafjarðarsýslu árið 1862.
Barnlaus en ólu upp tvö fósturbörn 1. Sigríður Jónsdóttir f. 1896 á Mýri 2. Guðrún H. Snorradóttir f. í Winnipeg 1886.
Hallfríður var dóttir Jóns Rögnvaldssonar og Guðnýjar Hallgrímsdóttur, sem vestur fluttu árið 1889. Systir Hallfríðar var Kristjana, eiginkona Jóns Jónssonar á Mýri. Jóhann fór einsamall vestur til Winnipeg árið 1882. Jóhann og Hallfríður bjuggu í Winnipeg.
