ID: 5053
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1928
Sigríður Hjaltadóttir fæddist í Strandasýslu árið 1855. Dáin árið 1928 í Kanada.
Maki: Jón Guðmundsson fæddist í Strandasýslu 31. maí, 1850. Dáinn í Þingvallabyggð í Saskatchewan árið 1888.
Börn: 1. Sigurbjörg Jónína f. 17. september, 1883, Carlson í Vancouver 2. Guðbjörg Hjaltveig f. 28. október, 1885, Johnson í Blaine, Washington 3. Jón f. vestra eða á leiðinni þangað árið 1888. Goodman í Vancouver.
Þau fluttu vestur árið 1888 og munu hafa farið strax í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Þar dó Jón og hvílir í kirkjugarði byggðarinnar. Trúlega hefur Sigríður búið eitthvað í byggðinni og alið þar upp börn sín því faðir hennar, Hjalti Hjaltason og kona hans Margrét Helgadóttir fóru líka þangað sama ár.
