Sigríður Friðriksdóttir

ID: 5056
Fæðingarár : 1851
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1925

Sigríður Friðriksdóttir og Jónína, dóttir hennar. Mynd TSPL

Sigríður Friðriksdóttir var fædd 23. maí, 1851 í Strandasýslu. Dáin á Big Point í Manitoba 23. október, 1925. Skráði sig og börn sín Johnson vestra.

Maki: Jón Jónsson f. 20. nóvember, 1830. Þau skildu vegna fátæktar.

Börn: 1. Jóhannes f. 1876 2. Marís f. 1878 3. Jónína f. 8. nóvember 1885 4.Guðrún Ingunn f. 1879 varð eftir á Íslandi.

Sigríður  fór hún  vestur um haf til Winnipeg í Manitoba árið 1888 með Marís og Jónínu. Þau fóru fyrst í Þingvallabyggðina í Saskatchewan en fluttu þaðan til Portage la Prairie í Manitoba. Þaðan fluttu þau svo á Big Point árið 1902. Tveimur árum seinna nam Marís land og hóf búskap. Sigríður bjó hjá honum til dauðadags.