ID: 5064
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1913
Helgi Jónsson fæddist í Strandasýslu 13. ágúst, 1855. Dáinn 12. október, 1913 í Manitoba.
Maki: Guðrún Einarsdóttir f. 25. mars, 1855 í Strandasýslu, d. 17. febrúar, 1934 í Elfros.
Börn: 1. Anna Sigurbjörg 2. Albertína (Ina) Guðrún 3. Helen Margrét
Helgi fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1885 og nam land í Garðarbyggð í N. Dakota. Hann var samferða Oddi, bróður sínum og hans fjölskyldu. Guðrún og hann gengu í hjónaband vestra og bjuggu í Garðarbyggð til ársins 1900 en þá settust þau að í Brownbyggð í Manitoba.
