Olgeirína Sveinsdóttir

ID: 19425
Fæðingarár : 1889
Fæðingarstaður : V. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1935

Bjarni, Karl, Jóhannes, Olga og Norman. Helgi og Gestur sitja. Mynd RbQ

Olgeirína Sveinsdóttir fæddist í V. Skaftafellssýslu árið 1889. Dáin í Vatnabyggð árið 1935. Olga vestra.

Maki: 1914 Bjarni Jóhannesson f. í Húnavatnssýslu árið 1886, d, í Vatnabyggð árið 1964. Einatt skráður Bjarni J. Ólafsson eða Barney Olafson vestra.

Börn: 1. Jóhannes Magnús f. 1915 2. Karl (Carl) f. 1916 3. Norman f. 1918 4. Helgi f. 1920 5. Gestur f. 1922.

Olga, líka skrifuð Olgeirína í heimildum vestra, mun hafa flutt vestur í Vatnabyggð árið 1910.  Hún var dóttir Sveins Ingimundssonar og Karítas Þorsteinsdóttur í Efriey í V. Skaftafellssýslu. Hún var systir Jóhannesar Kjarval.  Bjarni fór ársgamall vestur árið 1887 með foreldrum sínum, Jóhannesi Ólafssyni og Margréti Bjarnadóttur, sem settust að í Nýja Íslandi. Þar ólst Bjarni upp, flutti svo til Winnipeg þar sem hann vann við trésmíðar. Vann svo um skeið í Mountain í N. Dakota. Hann nam land í Vatnabyggð árið 1905.