Jósteinn Halldórsson

ID: 5076
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : Dalasýsla

Jósteinn Halldórsson fæddist 3. október, 1863 í Dalasýslu.

Maki: 1) Margrét Sæmundsdóttir f. 1855 í Húnavatnssýslu, d. um 1907 í N. Dakota. 2) Vilborg Jónsdóttir f. 1875 í Húnavatnssýslu, d. 18. janúar, 1918 í Pembina, N. Dakota.

Börn: Með Margréti 1. Halldór 2. Sæmundur.

Jósteinn flutti vestur til Winnipeg í Manitoba úr Strandasýslu árið 1885. Hann settist að í Garðarbyggð í N. Dakota. Margrét kom þangað ekkja laust fyrir 1890 með þrjú börn sín. Árið 1907 flutti Jósteinn með syni sína tvo í Brownbyggð í Manitoba þar sem hann keypti verslun af þýskum manni. Póshús byggðarinnar, Brown P.O. fylgdi kaupunum og annaðist Jósteinn póstþjónustuna í rúmt ár. Þá seldi hann og flutti til Winnipeg þar sem hann bjó einhvern tíma. Trúlega hefur hann kynnst Vilborgu þar og þau saman flutt suður til Pembina í N.Dakota.