ID: 5077
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1929
Sigfríður Ingibjörg Halldórsdóttir fæddist 1. maí, 1855 í Dalasýslu. Dáin 26. október, 1929 í Mountain, N. Dakota..
Maki: Þorvarður Einarsson var fæddur árið 1852 í N. Þingeyjarsýslu. Dáinn 12. nóvember, 1938.
Börn: 1. Valdís Brownie 2. Halldór Frímann 3. Einar Þorbergur.
Þorvarður flutti vestur árið 1883, með fyrri konu sinni, Kristínu Gísladóttur og dóttur þeirra. Þau settust að í Pembina í N. Dakota. Sigfríður fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1885 og þaðan til N. Dakota. Þau hjón bjuggu lengstum í Pembinabyggð en enduðu í Mountain.
