Albert Jónsson

ID: 5079
Fæðingarár : 1858
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1908

Albert Jónsson fæddist 7. maí, 1858 í Strandasýslu. Dáinn 8. apríl, 1908 í Winnipeg í Manitoba. Johnson í Kanada.

Maki: 1) 18. ágúst, 1883 Sigríður Þorsteinsdóttir f. 1862 í Húsavík í Strandasýslu, d. í Winnipeg 10. janúar, 1903. 2) Ástrós Jónsdóttir f. 15. mars, 1862 í Dalasýslu, d. 15. febrúar, 1946 í Winnipeg.

Börn: Með Sigríði 1. Vésteinn f. 1884 í Strandasýslu 2. Þorsteinn (Thorstein) f. 1893 í Winnipeg 3. Jóna Guðbjörg f. 17. desember, 1894 í Winnipeg 4. Guðný Jörgína f. 1897.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Bjuggu þar alla tíð. Albert vann við gatnagerð í borginni og lést af slysförum þegar hann reyndi að koma vinnufélaga til hjálpar í undirgöngum.