
Margrét Andrésdóttir Mynd RbQ
Margrét Andrésdóttir fæddist í Nýja Íslandi árið 1888. Dáin í Vatnabyggð vorið 1941. Margaret Solvason í Vatnabyggð.
Maki: Sveinn Sveinsson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1870. Dáinn í Kandahar í Vatnabyggð árið 1933. Solvason vestra.
Börn: 1. Óskar Sveinn 2. Karl Vilhjálmur 3. Sigrún Olga 4. Haraldur Andrés 5. Monika Þorbjörg Lilja 6. Sveinn Þórður.
Margrét var dóttir Andrésar Eyjólfssonar úr S. Múlasýslu og konu hans Kristínar Árnadóttur úr sömu sýslu. Sveinn fór vestur með foreldrum sínum, Sveini Sölvasyni og Moníku Jónsdóttur, árið 1887 til Winnipeg í Manitoba. Þeir fóru fyrst til Nýja Íslands, þaðan árið 1890 til Mountain í N. Dakota og seinna til Selkirk. Árið 1907 fluttu Sveinn og Margrét á land sitt í Vatnabyggð í Saskatchewan. sem var í Kandahar/Dafoe byggð.
