Bogi Björnsson

ID: 5108
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : Strandasýsla

Bogi Björnsson fæddist 20. ágúst, 1862 í Strandasýslu.

Maki: 28. nóvember, 1890 Hallfríður María Magnúsdóttir f. í S. Þingeyjarsýslu, d. 13. ágúst, 1913 í Washington.

Börn: 1. Elín Þórdís f. 19. júlí, 1891, d. 1. mars, 1931 2. Margrét Isabel f. 30. janúar, 1893 3. Magnús Gilbert f. 22. október, 1895 4. Anna Guðrún f. 19. apríl, 1897 5. John Alvin f. 22. febrúar, 1900 6. Karl (Carl) f. 7. október, 1903 7. Bertil Oliver f. 1. október, 1908 8. Harold Melsted f. 26. apríl, 1911. Öll börnin fæddust í Seattle.

Bogi flutti vestur til N. Dakota árið 1885 en flutti vestur að Kyrrahafi snemma árs, 1891. Hallfríður fór vestur árið 1876 með móður sinni, ekkjunni Elínu Magnúsdóttur og systkinum. Þau bjuggu fyrst í Nýja Íslandi en fluttu til N. Dakota árið 1881. Hún og Bogi settust að í Seattle í Washington.