Siggeir Ólafsson

ID: 5115
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1915

Siggeir Ólafsson fæddist 27. desember, 1850 í Staðarsveit í Snæfellsnessýslu. Dáinn í Duluth 20. desember, 1915. Olson vestra.

Maki: Halldóra Guðmundsdóttir f. 5. ágúst, 1854 í Snæfellsnessýslu, d. 28. október, 1921.

Börn: 1. Anna Halldóra d 7 ára 2. Þorbjörg d. 11 ára 3. Þorgeir Finnbogi f. 27. september, 1879 4. Ólafur f. 8. október, 1883 5. Sveinn (?) eða Harry (?) f. 1. júní, 1892, d. í æsku 6.Franklín f. 31. maí, 1897.

Þau fluttu vestur til Winnipeg árið 1886 og bjuggu þar í þrjú ár. Fluttu þá til Wisconsin og dvöldu á Washingtoneyju stuttan tíma en fóru þaðan til Duluth í Minnesota. Halldóra vann ljósmóður störf, rak eigin stofu í mörg ár.