Bogi Siggeirsson

ID: 5117
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1956

Þorgeir Finnbogi Siggeirsson fæddist 27. september, 1879 í Snæfellsnessýslu. Dáinn 24. september, 1956 í Nicollet sýslu í Minnesota. Thorgeir Olson vestra.

Maki: Isis Perkins f. 4. mars, 1880 í Minnesota, d. 5. nóvember, 1955 í Minnesota.

Börn: 1. Bernice Gertrude f. 22. janúar, 1906 2. Nedra Clair f. 20. janúar, 1909.

Þorgeir var sonur Siggeirs Ólafssonar og Halldóru Guðmundsdóttur sem vestur fluttu árið 1886 og settust að í Duluth í Minnesota um 1890. Þorgeir varð blaðamaður og vann m.a. hjá Duluth Herald um árabil. Í dánarvottorði er hann titlaður fréttastjóri dagblaðs.