ID: 5131
Fæðingarár : 1872
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Jón Matthíasson fæddist í Strandasýslu 4. maí, 1872.
Maki: Stefanía Kristinsdóttir f. 17. september, 1875 í Wisconsin, d. 30. maí, 1939.
Börn: 1. Matthías f. 30. október, 1901 2. Kristinn f.2. júní, 1903 3. Margrét f. 28. október, 1904 4. Aðalbjörg f. 26. november,1906 5. Guðrún, tvíburi f. 8. september, 1908 6. Katrín (Kathryn) f. 8. september, 1908 7. Oddur Ingvald f. 24. maí, 1911 8. Bjarni f. 15. júní, 1913 9. Ólöf Sigurbjörg f. 26. nóvember, 1916 10. Sigrún Friðrikka f. 29. desember, 1918.
Jón flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1885 með móður sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur, og yngri bróður. Þau settust að í Garðarbyggð árið 1886 og þar bjó Jón alla tíð.
