Sigurjóna Davíðsdóttir

ID: 5162
Fæðingarár : 1856
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1923

Sigurjóna Davíðsdóttir fæddist 17. nóvember, 1856 í Strandasýslu. Dáin 3. febrúar, 1923 í Duluth.

Maki: 10. desember, 1887 í Winnipeg Sigurður Jónsson f. árið 1866 í Kjósarsýslu, d. 30. ágúst, 1935 í St. Louis sýslu í Minnesota. Norman vestra.

Börn: 1. Bertha Kristín f. 5. apríl, 1890 2. Elsie Emily f. 23. júlí, 1891 3. David John f. 19. apríl, 1893 4. Karl Alexander f. 18. maí, 1896, d. 12. október, 1918 í eldsvoða 5. Þórdís Sigurlaug f. 24. september, 1897 6. Pálmi Albert f. 10. júlí, 1899 7. John W f. 2. apríl, 1903.

Sigurður flutti vestur til Winnipeg árið 1885 en Sigurjóna fór þangað ári síðar. Um vorið 1888 fluttu þau til Duluth þar sem þau bæði unnu fyrstu árin en keyptu svo land vestur af borginni þar sem Sigurður var með mjólkurbú. Þarna bjuggu þau til hausts 1918 en 12. október misstu þau allt, búpening, öll tæki og tól auk heimilisins og annarra bygginga en sárast af öllu var andlát Karls Alexanders í brunanum.. Þetta var í einhverjum ógurlegasta sléttu- og skógarbruna í Minnesota þegar stór hluti norðurhluta ríkisins eyddist í eldi. Þetta varð Sigurði um megn, hann ákvað að flytja vestur að Kyrrahafi. Sneri til baka að nokkrum árum liðnum en Sigurjóna vann með börnum sínum að endurbótum og uppbyggingu meðan kraftar leyfðu.