
Herdís Eggertsdóttir Mynd VÍÆ IV
Herdís Eggertsdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 20. október, 1883.
Maki: 2. október, 1907 Gestur Sigurgeirsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu 29.ágúst, 1873., d. í Blaine í Washington 9. janúar, 1951. Gestur S. Stephanson vestra.
Börn: 1. Ólöf Agnes f. 21. ágúst, 1908 2. Eggert Haraldur f. 4. mars, 1910 3. Björn Ingólfur f. 28. apríl, 1912 4. Sigríður Emily f. 15. ágúst, 1915 5. Sigrún May f. 14. maí, 1918 6. Lillian Rósbjörg 30. október, 1920, d. 19. febrúar, 1962 7. Oscar Raymond f. 17.júlí, 1923 8. Laura f. 23. janúar, 1928.
Herdís flutti vestur einsömul árið 1901 og settist að í Winnipeg. Gestur var sonur Sigurgeirs Stefánssonar úr Eyjafirði og konu hans, Sesselju Friðfinnsdóttur sem vestur fluttu árið 1882 og bjuggu lengst í Selkirk í Manitoba. Gestur fór vestur árið 1889 til Manitoba. Herdís flutti vestur einsömul árið 1901 og settist að í Winnipeg. Eftir að þau gengu í hjónaband fluttu þau vestur til Blaine í Washington.
