Valdimar J Ólafsson

ID: 19468
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1893
Fæðingarstaður : Akrabyggð
Dánarár : 1958

Valdimar Jóhannes Ólafsson fæddist í Akrabyggð árið 1893. Dáinn í Morden árið 1958. Walter Olafson vestra.

Maki: 1917 Jóhanna Sigurbjörg Pálsdóttir f. 1896 í Garðarbyggð í N. Dakota. Hannah Olafson vestra.

Börn: 1. Oliver 2. Sigrid (Sigga) f. 1919 3. Marvin f. 1922 4. Harold f. 1927 5. Margret f. 1930 6. Louis f. 1930, tvíburi 7. Dolores f. 1933.

Valdimar var sonur Ólafs Árnasonar og Ragnheiðar Ó. Sigurðardóttur sem vestur fóru árið 1887 og settust að í Akrabyggð. Með þeim flutti Valdimar í Brownbyggð árið 1899. Árið 1917 nam Valdimar land í byggðinni þar sem hann og Jóhanna bjuggu til ársins 1957. Fluttu þá til Morden.

Aftari röð frá hægri: Marvin, Oliver, Harold og Louis. Sitjandi Jóhanna, Margaret, Sigga, Delores og Valdimar. Mynd 1949 O1-6H