ID: 19474
Fæðingarár : 1830
Fæðingarstaður : Barðastrandarsýsla
Dánarár : 1911

Einar Magnússon Mynd Almanak 1913
Einar Magnússon fæddist 16. október, 1830 í Barðastrandarsýslu. Dáinn í Mouse-River byggð í N. Dakota 26. febrúar, 1911. Vestfjörð og Westford vestra.
Maki: 1) Ingibjörg Jónsdóttir f. árið 1835 í Dalasýslu, d. 5. september, 1864. 2) Kristín Jónsdóttir f. 1844, d. í Blaine, Washington 9. júní, 1940.
Börn: Með Ingibjörgu 1. Anna f. 15. nóvember, 1857 2. Magnús d. á Íslandi árið 1884 3. Ingibjörg f. 31. júlí, 1863. Með Kristínu 1. Jakob f. 1873 2. Sveinn f. 5. desember, 1874.
Einar og Kristín flutt vestur árið 1884 með syni sína og Önnu, dóttur Einars. Þau settust að í Garðarbyggð í N. Dakota og fóru seinna í Mouse-River byggð.
